
2.4K
Downloads
6
Episodes
Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.
Episodes

Friday Nov 06, 2020
Brekkukotsannáll er galdrabók
Friday Nov 06, 2020
Friday Nov 06, 2020
Í fjórða þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handboltamaður um ást sína á Brekkukotsannál sem hann segir að sé galdrabók.
Margrét ræddi við Ólaf um lífið í Brekkukoti, hinn hreina tón, galdra, töfrasprota, alheiminn, ömmur og afa, sönginn og sáttina í vinnuherbergi Halldórs Laxness á Gljúfrasteini.
No comments yet. Be the first to say something!