
2.4K
Downloads
6
Episodes
Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.
Episodes

Thursday Oct 15, 2020
Dekurbarnið sem bjargaði íslenskri menningu
Thursday Oct 15, 2020
Thursday Oct 15, 2020
Í þessum fyrsta þætti talar Ragnar Kjartansson listamaður um ást sína á verkum Halldórs Laxness og þá sérstaklega Heimsljósi sem Ragnar segir að sé að finna í flestum verkum sínum. Það að vera með Laxness á heilanum sé í rauninni einhverskonar sýn á lífið, Laxness sé alltumlykjandi og viðhorf hans komi inn í listaverkin án þess að hann átti sig endilega á því. Ragnar segir að Heimsljós hafi gefið tóninn fyir það sem hann gerði síðar sem listamaður. Halldór Laxness var Ragnars Mikki mús þegar hann var lítill.
No comments yet. Be the first to say something!