
2.4K
Downloads
6
Episodes
Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.
Episodes

Friday Oct 30, 2020
Halldór Laxness gaf okkur leyfi til að gráta
Friday Oct 30, 2020
Friday Oct 30, 2020
Í þriðja þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáldkona um ást sína á verkum Halldórs. Ástin, tárin og erótíkin í bókum Halldórs eru Elísabetu hugleikin. Hún segir að það hafi komið fólki á óvart þegar hún benti á að allt væri löðrandi í erótík í sögum Halldórs, ,,það var eins og ég væri að uppgötva þyngdarlögmálið," segir hún.
Og öll tárin. ,,Allar persónur hans gráta, sérstaklega í Sjálfstæðu fólki, þá gráta allir, dýrin gráta, það grætur eiginlega allt,
... Halldór Laxness er búinn að gefa okkur leyfi til að gráta og við þurfum ekki meira leyfi en það,” segir Elísabet Jökulsdóttir.
Margrét hitti skáldkonuna á nýja heimilinu hennar í Hveragerði á dögunum.
No comments yet. Be the first to say something!