
2.4K
Downloads
6
Episodes
Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.
Episodes

Friday Nov 13, 2020
Laxness grípur okkur aftur og aftur
Friday Nov 13, 2020
Friday Nov 13, 2020
Í fimmta þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum er orðið hjá þeim manni sem þekkir sögu Halldórs Laxness betur en flestir en hann skrifaði ævisögu skáldsins sem kom út árið 2004. Þetta er Halldór Guðmundsson, rithöfundur. Hann talar meðal annars um það hvernig Halldór Laxness grípur okkur alltaf aftur og aftur, nær í skottið á okkur af einhverju tilefni enda hafi hann verið sá Íslendingur sem mótaði 20. öldina mest í hugsun okkar því enginn hafi komið orðum að átökum tímans betur en Halldór Laxness. Halldór talar um Vefarann mikla frá Kasmir en sú bók er Halldóri Guðmundssyni afar hugleikin. Halldór talar líka um hinn óslökkvandi tjáningarþorsta og segir að allan tímann sem hann var að rita ævisögu skáldsins hafi hann verið að glíma við að svara spurningunni hvaðan hin ótrúlega skrifþörf sé sprottin.
No comments yet. Be the first to say something!