
2.4K
Downloads
6
Episodes
Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmyndum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna gerði Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtalið við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.
Episodes

Thursday Nov 19, 2020
Salka Valka var mér opinberun
Thursday Nov 19, 2020
Thursday Nov 19, 2020
Í sjötta þætti hlaðvarpsseríunnar með Laxness á heilanum segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri meðal annars frá ást sinni á bókinni Sölku Völku sem hún las fyrst þegar hún var unglingur.
Salka Valka var Silju opinberun og hún hefur verið hennar eftirlætissaga síðan hún las hana fyrst ,,Salka er svo dugleg, hún er svo sterk, hún er svo ögrandi. Hún er það sem mann langar að vera” segir Silja í þættinum. Silja segir með ólíkindum hvað Halldór skrifaði af miklu innsæi um konur og hún segist halda að í honum hafi verið tvö kyn; kona og karl ,, Mér fannst nærri því dónalegt hvað hann vissi mikið um konur og hvað hann vissi hvernig stúlka í einrúmi herbergisins síns, undir sænginni sinni hugsar og pælir og gerir. Mér finnst Halldór vera voða mikil kona, hann skilur konur ótrúlega vel og kvenmyndirnar hans eru alveg ævintýralegar. Þær eru svo skýrar og minnistæðar.”
Silja talar einnig um Ingu Laxness fyrri eiginkonu Halldórs en Silja skrifaði endurminningar Ingu árið 1987. Hún talar um hvernig sé best að hjálpa börnum að lesa bækur Halldórs og um pabba sinn sem var mikill aðdáandi Halldórs og átti allt safnið. Hún segist hafa verið alin upp við Halldór Laxness og að hann sé ekki aðeins partur af lífi hennar heldur einnig persónu hennar.
No comments yet. Be the first to say something!